hibiscus íste


AfterlightImage 2.jpg

Hibiscus te er ótrúlega bragðgott og minnir hvað helst á trönuber. Te-ið er náttúrulega sætt og örlítið súrt og passar mjög vel bæði heitt og kalt. Uppskriftin þarf alls ekki að vera nákvæm og ég mæli með að smakka til styrkleikann. Ég lét myntuna duga í þessari uppskrift en það er einnig hægt að bæta lime og örlítilli sætu í te-ið til að lífga enn meira upp á það. Fullkomið, hressandi og koffínlaust íste á sólríkum sumardegi.

UPPSKRIFT

1 tsk hibiscus blóm
1 bolli vatn

mynta
lime
sæta eftir smekk

*Ég keypti te-ið á Te&Kaffi og er ótrúlega ánægð með gæðin. Hibiscus er að finna í teblöndum frá Jurtaapoteki og fæst einnig í lausu á iherb.com fyrir þá sem panta mikið þaðan.


AÐFERÐ

1. Hitið vatn og blandið hibiscus blómum miðað við fjölda bolla.
2. Látið blómin liggja í vatninu í 5-10 mínútur.
3. Takið blómin frá og kælið te-ið í ísskáp.
4. Berið fram með myntu, lime og/eða annarri sætu.


Hibiscus eða Stokkrós hefur lengi verið notuð í ólíkum menningarheimum en blómin eru litsterk í bleikum og dökkfjólubláum tónum. Ekki er staðfest hvaðan plantan kemur upprunalega en blómin voru notuð við ýmsum kvillum, meðal annars háum blóðþrýstingi, hægðatregðu og flensu einkennum svo eitthvað sé nefnt. Ótal rannsóknir styðja jákvæð áhrif hibiscus á háan blóðþrýsting en ég mæli hiklaust með því að skoða það nánar fyrir áhugasama. Te-ið er nokkuð vatnslosandi og er ríkt af öflugum andoxunarefnum eins og C vítamíni og beta karótíni.


Previous
Previous

cacao hamingjubollinn