bökuð ostrusveppasteik með rósmarín
Bökuðu Ostrusveppirnir með rósmarín eru fullkomnir sem aðalréttur á aðfangadag eða kaldir í samloku á jóladagsmorgun. Ostrusveppir eru gullfallegir í laginu og mjög bragðgóðir og áferðin á þeim er ótrúleg þegar þeir eru bakaðir eða grillaðir. Parið sveppina með brúnni sósu og klassísku jólameðlæti og þessi steik mun ekki klikka.
UPPSKRIFT
fyrir 2-4
800 gr ostrusveppir
5-6 rósmarín greinar
3 laukar
Grillspjót
Marinering
70 ml lífræn jómfrúar ólífuolía
2 msk fínskorið ferskt rósmarín
1 1/2 tsk paprikukrydd
1 tsk sinnep
1 tsk tómatpúrra
1 tsk lífræn soja eða tamarisósa
3 hvítlauksrif
S&P
AÐFERÐ
1. Hitið ofninn á 180*c, blástur.
2. Blandið öllum hráefnum saman fyrir marineringu og hellið yfir sveppina.
3. Þræðið sveppina þétt upp á spjótin. Skerið laukana í tvennt og setjið í eldfast mót ásamt 2-3 greinum af rósmarín. Komið spjótunum fyrir þvert yfir mótið þannig að sveppirnir hangi yfir lauknum og snerti ekki botninn. Þannig ná þeir gylltum lit og mjúkri eldun án þess að festast við botninn og afgangs marinering lekur yfir laukinn.
4. Bakið í u.þ.b. 30 mínútur eða þar til sveppirnir hafa fengið fallegan gylltann lit og eru örlítið stökkir.