ferskt rósakálssalat með kasjú- & graslaukssósu


Mynd / Gunnar Bjarki fyrir Gestgjafann

Ég elska að nota rósakál með hátíðamat en í þetta skiptið er það ferskt og þunnt skorið. Sykurbaunir og grænt epli gefa stökka og ferska áferð. Graslaukssósan er með kasjúhnetugrunni eins og svo oft áður, en kasjúhnetur eru hinn fullkomni, kremaði grunnur fyrir fjölbreyttar sósur. Brögðin stjórna svo í hvaða átt sósan fer en ég bætti við engifer, sítrónu og graslauk. Þetta salat mun klárast á methraða í boðinu og hentar jafn vel að degi og kvöldi til.

AÐFERÐ

500gr rósakál, fínt skorið
1 stórt grænt lífrænt epli, fínt skorið
150gr sykur- eða snjóbaunir, fínt skornar
1 askja spírur eftir smekk

Graslauks kasjúsósa
1/2 bolli kasjúhnetur
1/2 bolli vatn
2 msk lífræn hágæða ólífuolía
2 msk graslaukur
1 msk lífrænt engifer
1 sítróna, safi og börkur
S&P


AÐFERÐ

  1. Blandið saman rósakáli, epli og sykurbaunum.
    2. Blandið öllum hráefnunum í sósuna í NutriBullet þar til silkimjúk.
    3. Blandið salatinu saman við sósuna og toppið með spírum.


Previous
Previous

ferskt jólasalat í waldorf stíl

Next
Next

fyllt grasker með kastaníuhnetum & trönuberjasósu