jólasalat með ástaraldin & pumpkin spice pecan hnetum


Mynd / Hallur Karlsson fyrir Gestgjafann

Þetta salat er fullkomið yfir hátíðarnar og passar við ótrúlega vel við fjölbreytta rétti. Ástaraldin gefur súrt bragð á móti sætum krydduðum pecan hnetunum. Lykillinn að því að undirbúa kúrbítinn og toppkálið er að rífa niður með rifjárni eða mandólíni svo að áferðin verði sem ánægjulegust. Njótið í botn.

UPPSKRIFT / meðlæti fyrir 4

1 stór kúrbítur
Meðal stórt Íslenskt toppkál, hvítkál eða rauðkál
1 askja stökk kálblanda frá Vaxa eða Íssalat frá Lambhaga

Ástaraldin vínagretta
3 fersk ástaraldin
1 appelsína
2 msk lífræn jómfrúar ólífuolía

Pumkin spice pecan hnetur
200 gr lífrænar pecan hnetur
2 msk lífrænn hrásykur
4 msk lífrænt agave síróp
1/2 tsk Pumpkin Spice blanda frá Kryddhúsinu
Örlítið salt


AÐFERÐ

1. Hitið pönnu á miðlungs hita og blandið öllum hráefnunum saman fyrir hneturnar. Látið malla í 5-10 mínútur og hrærið reglulega svo að sykurinn húði allar hneturnar og brenni ekki við. Látið kólna.
2. Kreistið appelsínuna, takið innan úr ástaraldin ávöxtunum og blandið saman við ólífuolíu.
3. Rífið að lokum kúrbítinn og hvítkálið niður með rifjárni eða mandólíni til að fá sömu stærð á grænmetið. Blandið saman með stökku kálinu, hellið vínagrettunni yfir og toppið með pecan hnetunum.


Previous
Previous

king oyster ceviche

Next
Next

saltbökuð seljurót með kaldri za’atar kasjúsósu