bakað tamari rósakál
Ofnbakað, stökkt rósakál er ótrúlega gott meðlæti og passar með fjölbreyttum mat. Það tengja örugglega ófáir kálið við jólin en það er alltof gott til að borða það bara einu sinni á ári!
UPPSKRIFT
500gr rósakál
3 msk tamari sósa *
1/2 msk hvítlauksduft
Pipar
*Einnig er hægt að nota soya sósu eða teriyaki. Tamari er glútenlaus og mild á bragðið.
AÐFERÐ
1.Skerið þunnt lag af stilknum á rósakálinu - passið að skera ekki of mikið af, þá byrja blöðin að losna af hausnum.
2. Skerið í tvennt.
3. Setjið kálið í eldfast mót eða á ofnskúffu þannig að það sé nóg pláss fyrir hvern bita. Ég nota bökunarpappír því að rósakálið getur farið að festast við mótið.
4. Hellið tamari sósu yfir ásamt örlítilli ólífuolíu, hvítlauksdufti og pipar. Blandið vel.
5. Bakið á 180*c, blæstri í 20-30 mínútur. Fylgist vel með og snúið kálinu við svo það brenni ekki heldur fái gyllta, stökka áferð.
Ég kaupi íslenskar og/eða lífrænar afurðir eftir bestu getu og hvet ykkur til að gera það sama. Þessir valkostir eru betri fyrir jörðina okkar og líkamann.