taco fylling með quinoa & valhnetum
Þessi fylling er létt í magann og passar vel með mexíkóskum mat en líka ofan á heimagerða pizzu ef þig vantar hugmyndir um álegg. Reykt paprika gerir örlítið smoky BBQ bragð en blandan er líka fullkomnlega góð án þess.
UPPSKRIFT
1 bolli quinoa
1/2 bolli valhnetur
1/4 bolli sólþurrkaðir tómatar
1 rauðlaukur
2 msk tamari/soya sósa
1 lime
Kryddblanda*
1 msk paprika
1 msk broddkúmen
1 tsk laukur
1 tsk hvítlaukur
1 tsk reykt paprika - gerir smoky bragð, ekki nauðsynlegt.
Chili eftir smekk
Pipar
*Það er einnig hægt að nota tilbúna taco kryddblöndu.
AÐFERÐ
Byrjið á því að sjóða quinoa samkvæmt leiðbeiningum.
2. Sigtið vatnið vel frá og látið kólna örlítið.
3. Fínskerið rauðlauk, valhnetur og sólþurrkaða tómata.
4. Blandið quinoa saman við öll hin hráefnin, kryddum og smá ólífuolíu.
5. Setjið blönduna helst í ofnskúffu svo það sé nóg pláss til að dreifa úr henni.
6. Bakið í u.þ.b. 25-30 mínútur á 180*c. Fylgist með og hrærið af og til.
Ég kaupi íslenskar og/eða lífrænar afurðir eftir bestu getu og hvet ykkur til að gera það sama. Þessir valkostir eru betri fyrir jörðina okkar og líkamann.