pikklaður rauðlaukur í eplaediki
Að ‘‘pikkla’’ eða sýra (e. quick pickle) mat í ediki er góð leið til að bæta fjölbreyttu bragði á diskinn. Laukurinn passar með fjölbreyttum réttum - í fersk salöt, brauðsalöt, með pottréttum og ekki síst mexíkóskum mat.
UPPSKRIFT
1/2 bolli lífrænt eplaedik
1/2 bolli vatn
1 rauðlaukur
AÐFERÐ
Setjið eplaedik og vatn í pott og fáið upp suðu. Sjóðið í 2-3 mínútur.
2. Skerið laukinn í þunnar, jafnar sneiðar.
Því þynnri, því betri - laukurinn verður bæði girnilegri og tekur ekki yfir bragðið af matnum sem hann er borinn fram með.
3. Látið blönduna kólna áður en lauknum er bætt við - þannig helst laukurinn crunchy.
4. Bætið edikinu saman við laukinn og setjið í krukku sem er hægt að loka vel. Það er mikilvægt að vökvinn fljóti yfir allan laukinn.
5. Kælið í ísskápnum í u.þ.b. klukkutíma áður en hann er borinn fram. Laukurinn endist í allt að þrjár vikur í ísskáp.
Laukur er magnað hráefni og er bókstaflega góður með öllu. Þessi uppskrift gerir hráa rauðlaukinn sætari og tekur burt sterka bragðið sem getur oft tekið yfir réttinn sem hann er borinn fram með. Aðferðin er eins fljótleg og hægt er en mér finnst best að nota lífrænt eplaedik til að pikkla laukinn - það er náttúrulega örlítið sætt og því óþarfi að bæta annarri sætu í blönduna.
Ég nota íslenskar og/eða lífrænar afurðir eftir bestu getu og hvet ykkur til að gera það sama. Þessir valkostir eru betri fyrir jörðina okkar og líkamann.