fylltir sveppir með valhnetum & trönuberjum


877DD971-69CB-4BF4-8D99-470FF13FE9B8-42AE1E42-5AB9-482F-9C90-07AFDE60EF24.jpg

Þessir sveppir eru ótrúlega góðir en trönuberin bæta sætu bragði við sveppina og hneturnar. Fyllingin er létt og fullkomin með alls konar grænmeti. Á myndinni eru sveppirnir bornir fram með kálblöndu, ferskri steinselju og næringargeri.

UPPSKRIFT

500gr íslenskir sveppir
1 bolli/128gr valhnetur
1/3 bolli/43gr þurrkuð trönuber
1/2 laukur
2 hvítlauksrif
1 msk næringarger
2 tsk salvía/sage
2 tsk ferskt rósmarín
fersk steinselja eftir smekk
S&P


AÐFERÐ

1. Hitið ofninn á 180*c. Byrjið á því að losa stilkana úr sveppunum og hreinsa varlega innan úr þeim með teskeið.
2. Setjið valhnetur, hvítlauk og næringarger í blandara eða matvinnsluvél, blandið stutt í einu þannig valhneturnar verði að litlum bitum.
3. Fínskerið laukinn og steikið á miðlungs hita þar til mjúkur og ilmandi.
4. Fínskerið rósmarín og setjið á pönnuna ásamt salvíunni og valhnetunum.
5. Steikið á lágum hita í nokkrar mínútur og hrærið reglulega, saltið og piprið eftir smekk.
6. Fínskerið trönuberin og blandið við.
7. Fyllið sveppina, það ætti að komast u.þ.b. 1 msk í hvern svepp.
8. Bakið í 20 mínútur, þar til sveppirnir eru mjúkir í gegn.
9. Berið fram með feskri steinselju, best er að borða sveppina heita.
10. Njótið vel!


Ég nota íslenskar og/eða lífrænar afurðir eftir bestu getu og hvet ykkur til að gera það sama. Þessir valkostir eru betri fyrir jörðina okkar og líkamann.


Previous
Previous

kramdar kartöflur með rósmarín

Next
Next

pikklaður rauðlaukur í eplaediki