fylltir sveppir með valhnetum & trönuberjum


877DD971-69CB-4BF4-8D99-470FF13FE9B8-42AE1E42-5AB9-482F-9C90-07AFDE60EF24.jpg

Þessir sveppir eru ótrúlega góðir en trönuberin bæta sætu bragði við sveppina og hneturnar. Fyllingin er létt og fullkomin með alls konar grænmeti. Á myndinni eru sveppirnir bornir fram með kálblöndu, ferskri steinselju og næringargeri.

UPPSKRIFT

500gr íslenskir sveppir
1 bolli/128gr valhnetur
1/3 bolli/43gr þurrkuð trönuber
1/2 laukur
2 hvítlauksrif
1 msk næringarger
2 tsk salvía/sage
2 tsk ferskt rósmarín
fersk steinselja eftir smekk
S&P


AÐFERÐ

1. Hitið ofninn á 180*c. Byrjið á því að losa stilkana úr sveppunum og hreinsa varlega innan úr þeim með teskeið.
2. Setjið valhnetur, hvítlauk og næringarger í blandara eða matvinnsluvél, blandið stutt í einu þannig valhneturnar verði að litlum bitum.
3. Fínskerið laukinn og steikið á miðlungs hita þar til mjúkur og ilmandi.
4. Fínskerið rósmarín og setjið á pönnuna ásamt salvíunni og valhnetunum.
5. Steikið á lágum hita í nokkrar mínútur og hrærið reglulega, saltið og piprið eftir smekk.
6. Fínskerið trönuberin og blandið við.
7. Fyllið sveppina, það ætti að komast u.þ.b. 1 msk í hvern svepp.
8. Bakið í 20 mínútur, þar til sveppirnir eru mjúkir í gegn.
9. Berið fram með feskri steinselju, best er að borða sveppina heita.
10. Njótið vel!


Ég nota íslenskar og/eða lífrænar afurðir eftir bestu getu og hvet ykkur til að gera það sama. Þessir valkostir eru betri fyrir jörðina okkar og líkamann.


Arna Engilbertsdóttir