kramdar kartöflur með rósmarín


636BBCDA-ED22-419D-8D51-E4B33C36AEDA-1AFD29F3-928A-4488-BEA6-B0CBF54C97A8.jpg

Kartöflur eru bestar í heiminum og þessar eru svo góðar og stökkar með mildum kryddum. Mér finnst rósmarín passa roasalega vel með bökuðum kartöflum yfir veturinn, það gerir þær sérstaklega góðar. Passa með næstum öllum mat og hægt er að leika sér með kryddin eftir smekk!

UPPSKRIFT

1 kg íslenskar kartöflur
3-4 msk hágæða, hitaþolin ólía
2 stilkar ferskt rósmarín
1 tsk hvítlauksduft
S&P


  1. Byrjið á því að hita ofninn á 200*c blástur.
    2. Hreinsið kartöflurnar ef þess þarf og sjóðið þær þar til nokkuð mjúkar, en ekki alveg fulleldaðar.
    3. Sigtið vatnið frá og látið þær kólna vel.
    4. Komið kartöflunum fyrir í eldfast mót eða pönnu sem má fara í ofninn.
    5. Þrýstið á þær með gaffli þannig þær brotna örlítið í sundur og fá kramið útlit.
    6. Saxið rósmarín niður og kryddið kartöflurnar ásamt hvítlauki, S&P og olíu.
    7. Bakið í u.þ.b. 30 mínútur eða þar til þær verða gylltar og stökkar.


Ég nota íslenskar og/eða lífrænar afurðir eftir bestu getu og hvet ykkur til að gera það sama. Þessir valkostir eru betri fyrir jörðina okkar og líkamann.