gúrkur með chili & ristuðu nori
Asískt gúrkusalat er klassískt meðlæti og einfalt í matreiðslu en það tekur aðeins örfáar mínútur að undribúa. Áferðin er stökk og ferskt á gúrkunum og passar svo vel með sterkum chiliflögunum og sesamfræjunum. Ristað nori sjávarþang minnir á vinsæla Seaweed snakkið sem mörgum finnst ótrúlega gott og er ómissandi með að mínu mati. Þið munið ekki sjá eftir því að steikja allan pakkann og eiga sem snakk þó að hluti sé bara notaður með gúrkunum!
UPPSKRIFT
Fyrir 4 sem meðlæti
Uppskrift
1 íslensk gúrka, skorin í þrá búta og svo í lengjur
1,5 msk lífræn soja eða tamarisósa
1,5 msk hrísgrjónaedik
1 tsk hágæða ristuð sesamolía
1 tsk lífrænt chili sambal
Ristað nori sjávarþang
AÐFERÐ
1. Blandið saman soja, hrísgrjónaediki, sesamolíu og chili sambal. Skerið gúrkuna niður og hellið sósunni yfir.
2. Rífið niður 1-2 steikt nori blöð og toppið gúrkurnar.