köld kasjú piparsósa með ferskum kryddum og vorlauk
Köld piparsósa er ómissandi með grillinu og þessi uppskrift er frábær fyrir þau sem vilja sleppa mjólkuvörum og/eða aukaefnum. Heimagerðar sósur eru miklu betri kostur við öll tilefni, bæði hráefnin og bragðið. Gerðu uppskriftina að þinni með því að velja þínar uppáhalds fersku kryddjurtir, til dæmis íslenska steinselju, kóríander, myntu og dill.
UPPSKRIFT
1 bolli kasjúhnetur
1/2 bolli vatn
2 tsk svartur pipar, ferskmalaður
1-2 msk ferskar kryddjurtir eftir smekk, fínt skornar
3-4 stilkar vorlaukur, fínt skorinn
2 límónur, kreistar
1 tsk laukduft
AÐFERÐ
Blandið öllum hráefnum nema vorlauk og ferskum kryddjurtum í kraftmikinn blandara eins og NutriBullet þar til sósan er orðin silkimjúk og alveg laus við kekki. Hrærið að lokum laukbitum og kryddjurtum saman við sósuna. Geymið í ísskáp þar til borin fram.