hvítkálsbátar með gyros grillkryddi


Mynd / Gunnar Bjarki fyrir Gestgjafann

Ég fæ aldrei nóg af íslenska hvítkálinu en mig langaði í stóra, bakaða báta með góðu grillkryddi og ólífuolíu. Ég bakaði bátana í steypujárnspönnu en það væri auðvitað fullkomið að grilla þá líka. Gyros kryddblandan frá Kryddhúsinu er ótrúlega góð en bragðið kemur ánægjulega á óvart og gefur smá sterkt kikk. Ég bætti við fersku chili og aðeins meiri ólífuolíu um leið og kálið kom út úr ofninum og bar það fam um leið. Geggjað meðlæti með öllu!

UPPSKRIFT

1 lítill haus íslenskt hvítkál, skorið í báta
1-2 msk Gyros kryddblanda frá Kryddhúsinu
2-3 msk lífræn hágæða ólífuolía
Ferskt chili, fínt skorið
S&P


AÐFERÐ

1. Byrjið á því að hita ofninn á 180*c, blástur. Blandið olíunni og kryddinu saman og berið á bátana, látið magnið ráðast eftir stærð hvítkálsins, þetta þarf alls ekki að vera nákvæmt. Saltið og piprið eftir smekk og bakið í u.þ.b. 20-30 mínútur.
2. Stráið fersku chili yfir ásamt örlítilli ólífuolíu til viðbótar. Berið fram heitt úr ofninum.


Arna Engilbertsdóttir