fylltur kúrbítur með möndlu ricotta


57A730C6-700E-4B71-A6B1-67D8CF90F542-76106AD3-7AC7-4038-9247-66B5395D70C4.jpeg

Þessi réttur kemur skemmtilega á óvart með bragðgóðum ricotta osti úr möndlum. Áferðin er sú besta sem ég hef fundið hingað til, það er varla hægt klúðra honum. Tómatsósan toppar bragðið ásamt fersku timjan og sætum tómötunum.

UPPSKRIFT / fyrir 4

1 stór kúrbítur
2 pakkar möndlu ricotta frá Kite Hill
100gr spínat
6 hvítlauksgeirar


1 askja/180gr litlir tómatar
500g tómatpassata eða tómatsósa
2 msk ítölsk kryddblanda
2 msk balsamic
ferskt timjan/thyme
S&P


AÐFERÐ

1. Steikið hvítlauk og spínat á pönnu með smá olíu í nokkrar mínútur. Hvítlaukurinn ilmar og spínatið minnkar töluvert í stærð.
Setjið til hliðar.
2. Setjið möndlu ricotta í skál og stappið saman ásamt hvítlauknum, spínatinu og örlitu S&P.
3. Hitið næst tómatsósuna á vægum hita ásamt ítalskri kryddblöndu á balsamic á pönnu eða í potti og setjið lokið á.
4. Skerið kúrbítinn í þunnar, jafn þykkar sneiðar.
*Það kemur sér vel að nota mandólín eða rifjárn til að hafa sneiðarnar jafn þykkar.
5. Raðið kúrbítssneiðum á ofngrind með S&P og bakið á 180* í nokkrar mínútur, það er auðveldara að rúlla þeim upp þegar þær eru orðnar mýkri.
6. Leggið tvær sneiðar niður þannig að önnur fer aðeins ofan á hina.
*sneiðarnar þurfa alls ekki að vera fullkomnar eins og sést á myndinni til hliðar.
7. Setjið u.þ.b. 1-2 msk af ricotta blöndunni neðst á sneiðarnar og rúllið svo upp á við. Blandan er þykk og ætti að vera auðvelt að rúlla upp.
8. Skerið tómatana í tvennt.
9. Raðið rúllunum í sósuna ásamt tómötunum. Toppið með fersku blóðbergi og pipar eftir smekk.
10. Bakið á 180*c í u.þ.b. 25 mínútur eða þar til tómatarnir og efstu rúllurnar hafa fengið á sig gylltann lit.


Ég kaupi íslenskar og/eða lífrænar afurðir eftir bestu getu og hvet ykkur til að gera það sama. Þessir valkostir eru betri fyrir jörðina okkar og líkamann.


Previous
Previous

lasagne með basilkremi