linsubauna bolognese með kúrbít & ferskri basiliku


Ég hef gert þessa uppskrift mjög reglulega yfir veturinn í mörg ár og hún klikkar aldrei. Heitar linsubaunirnar með fullt af grænmeti er mild, bragðgóð og næringarrík blanda sem verður enn betri daginn eftir. Ferskur kúrbítur eða lífrænt spaghetti er bæði ótrúlega gott með, gerið það sem þið eruð í stuði fyrir hverju sinni og njótið vel!

UPPSKRIFT
fyrir 4-6

3 msk lífræn hágæða ólífuolía
1 laukur, fínt skorinn
250gr íslenskar gulrætur, fínt skornar
250gr sellerí, fínt skorið
4 hvítlauksrif, fínt skorið
1 bolli / 190gr grænar eða brúnar linsubaunir
1 msk lífræn tómatpúrra
1 msk Ítölsk kryddblanda frá Kryddhúsinu
1 dós lífrænir tómatar
500ml vatn
1 askja basilika frá Vaxa, söxuð
Chili eftir smekk
S&P

2 stk ferskur kúrbítur, spíralaður


  1. Byrjið á því að hita pott á miðlungs hita. Steikið lauk, hvítlauk, gulrætur og sellerí upp úr góðri olíu þar til mjúkt og ilmandi.

  2. Bætið kryddum og tómatpúrru við og hrærið vel.

  3. Bætið tómötum og vatni við og látið malla í u.þ.b. 30 mínútur eða þar til linsubaunirnar mýkjast. Bætið örlitlu vatni við ef linsurnar eru ekki tilbúnar og blandan er farin að þykkna. Vökvamagnið getur verið breytilegt eftir tegund linsubaunanna.

  4. Undirbúið kúrbítinn og basilikuna og berið fram saman.


Arna Engilbertsdóttir