íslensk grænmetissúpa


Mynd / Gunnar Bjarki fyrir Gestgjafann

Þessi súpa er mild, bragðgóð og saðsöm allt á sama tíma og hún er fljótleg. Stútfullur pottur af íslensku grænmeti, mildum kryddum og smá túrmeriki. Mitt uppáhald er að gera nóg af súpu og eiga afgang daginn eftir. Skerið einfaldlega allt grænmetið út í pott og látið malla í u.þ.b. 30 mínútur.

UPPSKRIFT
Fyrir 4-6

1-2 msk hágæða lífræn ólífuolía
1 púrrulaukur, skorinn þunnt
2 hvítlauksgeirar, skornir smátt
2 msk Herbs de Provence frá Kryddhúsinu
1 tsk túrmerik
1,5 L vatn
1 lífrænn grænmetisteningur
1 dós lífrænir tómatar
2 stilkar íslenskt sellerí, skorið þunnt
2 stórar íslenskar gulrætur, skornar þunnt
300gr íslenskt hvítkál, skorið niður
100gr frosnar lífrænar belgbaunir, skornar smátt
250gr íslenskar kartöflur, skornar í teninga
250gr íslenskar rófur, skornar í teninga
1 sítróna, kreist
S&P


AÐFERÐ

1. Byrjið á því að steikja púrulauk upp úr ólífuolíu ásamt hvítlauki þar til mjúkt og ilmandi.
2. Bætið við öllu grænmetinu, lífrænum tómötum, vatni, grænmetistening, kryddum og sítrónu. Saltið og piprið eftir smekk. 3. Fáið upp væga suðu og látið súpuna malla í 30 mínútur.
4. Berið súpuna fram heita, til dæmis toppaða með ferskum kryddjurtum og chili.


Previous
Previous

linsubauna bolognese með kúrbít & ferskri basiliku

Next
Next

mexíkósk súpa með baunum & jackfruit