chai bollakökur


Mynd / Gunnar Bjarki fyrir Gestgjafann

Þrátt fyrir að það sé lítil áhersla á bakstur á fræ finnst mér ótrúlega gaman að geta gripið í góðar uppskriftir við góð tilefni. ‘‘Flaxegg’’ hafa reynst mér best í bakstri en það eru einfaldlega mulin hörfræ hrærð í vatn í sömu hlutföllum. Í baksti finnst mér mikilvægt að passa upp á gæði hráefnanna sem eru hvað mest unnin eins og hveitið og sykurinn. Bollakökurnar eru ótrúlega mjúkar og bragðgóðar með chai te og lífrænu jurtasmjörkremi krydduðu með kanil, engifer og kardimommu. Lífrænn sykur og hveiti, flax egg og allt það góða og sparílega.

Uppskrift
10 bollakökur

220gr lífrænt hveiti
200gr lífrænn sykur
120ml lífræn jurtamjólk
120gr lífrænt jurtasmjör, stofuhiti
120gr hrein hafrajógúrt, stofuhiti
3 msk mulin hörfræ, fyrir flaxegg
6 msk vatn, fyrir flaxegg
1 tepoki lífrænt Chai te
3 1/2 tsk Chai kryddblanda
2 tsk lífrænir vanilludropar
3/4 tsk vínsteinslyftiduft
1/4 tsk matarsódi
1/4 tsk salt

Chai kryddblanda
2 1/2 tsk lífrænn Ceylon kanill
1 1/4 tsk engifer
1 1/4 tsk kardimomma
1/2 tsk Allra handa frá Kryddhúsinu

Chai smjörkrem
340gr lífænt jurtasmjör, stofuhiti
500gr lífrænn flórsykur
60ml lífræn jurtamjólk
2 tsk af Chai kryddblöndunni
2 tsk lífrænir vanilludropar
Smá salt


Aðferð

  1. Búið til flaxeggið með því að hræra saman hörfræjum og vatni. Setjið til hliðar og látið þykkjast.
    2. Hitið jurtamjólkina og látið Chai tepoka liggja í mjólkinni þar til hún kólnar.
    3. Blandið saman kryddum í Chai kryddblönduna. Hitið ofninn á 180*c og undirbúið bollakökuformin. Blandið þurru hráefnunum saman og hrærið vel. Blandið Chai kryddblöndunni við en geymið 2 tsk fyrir kremið.
    4. Þeytið flaxegginu saman við blautu hráefnin í nokkrar mínútur þar til mjúk áferð hefur myndast.
    5. Bakið í 15-20 mínútur eða þar til hreinn prjónn kemur úr miðjunni.
    6. Búið til smjörkremið með því að þeyta öll hráefnin saman á hárri stillingu í nokkrar mínútur eða þar til stíft og vel blandað. Skreytið bollakökurnar með kreminu eftir smekk.


Arna Engilbertsdóttir