litlar döðlukökur


Mynd / Gunnar Bjarki fyrir Gestgjafann

Þessar litlu döðlukökur eru dúnmjúkar og sætar með döðlum. Eggjalaus bakstur getur verið kúnst en mér hefur fundist langbest að nota ‘‘flax egg’’ úr muldum hörfræjum. Kökurnar eru fullkomnar við svo mörg tilefni og ekki skemmir hvað það tekur stuttan tíma að baka þær. Toppið með heitri karamellusósu og njótið í botn.

Uppskrift
6 litlar kökur

140gr döðlur, steinarnir teknir úr
180ml lífræn jurtamjólk
120ml lífræn kókosolía, brædd
75gr lífrænt hveiti
25gr lífrænt möndlumjöl
1/2 tsk lífrænir vanilludropar
1/2 tsk vínsteinslyftiduft
1 tsk matarsódi
1/2 tsk kanill
1/4 tsk múskat
1/2 tsk engifer
1/2 tsk salt

Karamellusósa
100gr lífænn brúnn sykur
120ml lífrænn kókosrjómi úr dós
1/4 tsk salt


Aðferð

  1. Byrjið á því að hita jurtamjólkina í potti án þess að hún sjóði. Takið steinana úr döðlunum og hellið heitri mjólkinni yfir þær. Setjið til hliðar í 30 mínútur.
    2. Hitið ofninn á 180*c. Smyrjið kökuformin með kókosolíu og stráið örlitlu hveiti með svo kökurnar festist ekki í formunum.
    3. Setjið döðlublönduna í matvinnsluvél ásamt kókosolíu og vanilludropum. Blandið þar til áferðin er þykk og kekkjalaus.
    4. Blandið þurru hráefnunum vel saman og hellið svo út í matvinnsluvélina. Hellið deiginu í formin og bakið í 15-20 mínútur. Leyfið kökunum að kólna í 10 mínútur áður en þær eru losaðar úr formunum.
    5. Búið til karamellusósuna með því að bræða öll hráefnin saman í potti á lágum hita. Hrærið vel í nokkrar mínútur þar til áferðin er orðin þykk og glansandi.


Arna Engilbertsdóttir