lífrænar kókoskúlur með maca og hempfræjum


Mynd / Gunnar Bjarki fyrir Gestgjafann

Maca rótin er stútfull af næringu og þekktust fyrir að vera hormónajafnandi og orkugefandi ásamt því að auka kynhvöt og vera almennt allra meina bót. Kúlurnar eru sætar af döðlunum, með súkkulaðibragði af kakóinu og fullt af kókosmjöli.

UPPSKRIFT

400gr lífrænar medjul döðlur, steinarnir teknir úr
1 bolli lífrænt kókosmjöl frá Muna + aðeins meira til að velta kúlunum upp úr
1/2 bolli lífræn hempfræ
1/4 bolli lífrænt kakó
2 msk Maca duft
2 msk vatn


AÐFERÐ

Komið öllum hráefnunum fyrir í matvinnsluvél og blandið vel. Formið litlar jafn stórar kúlur u.þ.b. 1 msk hver. Veltið kúlunum upp úr kókosmjöli og geymið í ísskápnum í 2 klst á meðan þær taka sig.


Previous
Previous

litlar döðlukökur

Next
Next

súkkulaði tart