sítrónu- & ólífuolíukaka


Mynd / Gunnar Bjarki

Þessi sítrónukaka er silkimjúk, ilmandi og bragðgóð. Það er ótrúlegt hvað sítrónubörkurinn gefur mikið bragð, hann er ómissandi að mínu mati. Notið góða ólífuolíu, sykur og hveiti og njótið þess að borða þessa yndislegu, sætu köku í góðra vina hópi.

UPPSKRIFT

120ml hágæða ólífuolía
175gr sykur
200gr hveiti
150ml möndlumjólk eða önnur jurtamjólk
50gr kókoshveiti
2 tsk lyftiduft
1/2 tsk matarsódi
1 sítróna - börkurinn & safinn
4 msk flórsykur


AÐFERÐ

1. Byrjið á því að hita ofninn á 160*c.
2. Hrærið saman ólífuolíuna og sykur með sleif.
3. Bætið hveiti, kókoshveiti, lyftidufti og matarsóda út í og hrærið vel.
4. Bætið mjólkinni út í ásamt hálfri kreistri sítrónu og rífið börkinn með rifjárni.
5. Setjið bökunarpappír í kökuform og örlítið smjör eða olíu í hliðarnar. Hellið deiginu í formið og sléttið úr.
6. Bakið í u.þ.b. klukkutíma eða þar til prjónn kemur hreinn úr miðjunni. Ef ykkur finnst kakan orðin of dökk að ofan er gott að setja álpappír yfir.
7. Búið til gljáa úr flórsykri og hinum helmingnum af sítrónunni og hrærið vel saman.
8. Hellið gljáanum yfir kökuna um leið og kakan kemur úr ofninum. Látið svo kökuna kólna alveg áður en hún er tekin úr forminu.
9. Losið kökuna úr forminu og færið á kökudisk með því að losa hliðarnar frá og hvolfa á disk. Leggið svo kökudiskinn öfugt ofan á kökuna og snúið við.
10. Stráið örlitlum flórsykri yfir kökuna að lokum ásamt örlitlum sítrónuberki fyrir skraut.


Ég nota íslenskar og/eða lífrænar afurðir eftir bestu getu og hvet ykkur til að gera það sama. Þessir valkostir eru betri fyrir jörðina okkar og líkamann.


Previous
Previous

pavlovur með döðlukaramellu & ástaraldin