pavlovur með döðlukaramellu & ástaraldin


53DE239B-2E6F-4804-B158-81A3BA9FDFF4-17D64C00-0CD7-45AE-AB3D-925B5B8D081B.jpg

Það er alltaf auka pláss í maganum fyrir eftirrétt en þessar pavlovur eða marengstoppar eru dísætar og ótrúlega góðar. Sölt döðlukaramella, þeyttur jurtarjómi og ástaraldin passa ótrúlega vel saman og gera þessar pavlovur að ómótstæðilegum eftirrétt. Njótið ótrúlega vel!

UPPSKRIFT

pavlovur
1/2 bolli kjúklingabaunavökvi / aqua faba
1 bolli lífrænn sykur eða púðursykur eftir smekk
1 ferna / 250 ml oatly visp eða annar þeytanlegur jurtarjómi
3-4 ástaraldin

saltkaramella
80gr bolli möndlusmjör
150 ml jurtamjólk
10 döðlur
1 tsk lífrænir vanilludropar
1/2 tsk salt


AÐFERÐ

  1. Byrjið á því að hita ofninn á 100*c.
    2. Þeytið kjúklingabaunavökvann í hrærivél eða með handþeytara. Þeytið á nokkuð hárri stillingu í 10 mínútur þar til byrjar að sjást almennilegur munur á vökvanum eða létt, hvít froða. Skoðið myndirnar til stuðnings.
    3. Setjið eina matskeið í einu af sykri út í á meðan þið þeytið. Þá byrjar froðan að þykkna og stífna. Þeytið í 10 mínútur í viðbót. Stíf, skjannahvít áferð myndast.
    4. Stoppið þeytarann og skoðið hversu stífir topparnir eru sem koma upp með spöðunum. Topparnir eiga að vera það stífir að þeir haldast í sama formi þrátt fyrir að þeir séu hristir til.
    Haldið áfram að þeyta ef þeir eru ekki orðnir nógu stífir, þetta er lykilatriði til að pavlovurnar heppnist.
    5. Merkið fyrir 9 doppum á bakhliðina á bökunarpappírnum og deilið blöndunni í jafnt hringlaga form.
    6. Bakið í 1 klukkutíma og 50 mínútur. Mér finnst best að slökkva á ofninum og láta pavlovurnar kólna í ofninum.
    7. Búið til karamelluna með því að setja öll hráefni saman í blandara. Byrjið rólega á mjólkinni og finnið út hvernig áferð þið viljið hafa.
    8. Þeytið rjómann í hrærivél eða með handþeytara þar til þykkur og fluffy.
    9. Skerið niður ástaraldin eftir smekk.
    10. Smyrjið pavlovurnar með karamellu og setjið rjóma ofan á ásamt ástaraldin.


Ég nota íslenskar og/eða lífrænar afurðir eftir bestu getu og hvet ykkur til að gera það sama. Þessir valkostir eru betri fyrir jörðina okkar og líkamann.