bygg & kjúklingabaunir með za' atar
Í þessu salati er áherslan klárlega á Za’atar sem er kryddblanda frá Mið-Austurlöndum. Bragðið er einstakt og blandan er ótrúlega góð með bökuðu grænmeti, yfir hummus eða með ólífuolíu til að dýfa brauði í. Perlubygg og bakað brokkolí er ekki síður ótrúlega góð blanda og gerir salatið bæði matarmikið og næringarríkt.
UPPSKRIFT / fyrir 4
1/2 bolli íslenskt perlubygg
1 miðlungs haus brokkolí
200 gr grænkál
2 msk ólífur
1 msk pikklaður rauðlaukur
S&P
Za’atar kjúklingabaunir
2 krukkur kjúklingabaunir
2 msk za’ atar frá Kryddhúsinu
1 tsk hvítlauksduft
S&P
Balsamic vínagretta
1/3 bolli balsamic
2 msk hágæða ólífuolía
1 tsk gróft sinnep
1/2 - 1 msk þurrkuð basilika
1 tsk hvítlauksduft
Pipar eftir smekk
*smakkið til, breytið og bætið eftir smekk!
AÐFERÐ
1. Hitið ofninn á 180c* blástur.
2. Byrjið á því að skera brokkolí í jafna bita, bætið örlítilli olíu ásamt S&P. Bakið í 15-20 mínútur eða eftir smekk.
3. Skolið og sigtið kjúklingabaunirnar og setjið í eldfast mót eða í ofnskúffu þar sem hægt er að dreifa vel úr þeim. Hækkið ofninn upp í 200*c blástur.
4. Kryddið með za’ atar, hvítlauk, S&P ásamt 1-2 msk af ólífuolíu. Bakið í u.þ.b. 15-20 mínútur en fylgist vel með þeim og hrærið af og til. Þær ættu að þorna og verða stökkar.
5. Sjóðið perlubygg samkvæmt leiðbeiningum á pakkanum.
6. Skerið grænkál niður í bita og nuddið örlítið til að mýjkja það.
7. Setjið öll hráefnin í balsamic vínagrettuna í skál og blandið saman. Einnig er hægt að setja hráefnin í krukku, loka fyrir og hrista saman.
8. Látið baunirnar kólna aðeins og blandið svo öllu saman ásamt helmingnum af vínagrettunni. Hafið restina til hliðar til að bæta út á hvern disk eftir smekk.
9. Njótið vel!
Ég kaupi íslenskar og/eða lífrænar afurðir eftir bestu getu og hvet ykkur til að gera það sama. Þessir valkostir eru betri fyrir jörðina okkar og líkamann.