ferskt rauðkál & bakað grasker
Hráefnin í þessu salati eru fullkomin á haustin og veturna þegar manni langar ekki endilega í heita eða þunga máltíð. Það er fátt jafn gott og bakað grasker, sérstaklega til að breyta til frá sætum kartöflum. Granateplið gefur sætu með grænmetinu og spírunum en með því að bæta ávöxtum í salöt myndast gott jafnvægi á móti því ferska og bakaða. Berið fram með lime, hágæða ólífuolíu, salti og pipar.
UPPSKRIFT / fyrir 2-4
1/2 bolli quinoa
250 gr ferskt rauðkál
1 rauð paprika
1/2 granatepli
1/2 lime
2 msk hempfræ
rauðlaukur eftir smekk
sprírur eftir smekk
bakað grasker
1 lítið grasker / ca 800gr
1 msk blóðberg/arctic thyme frá Íslensk Hollusta
1 tsk hvítlauksduft
chili flögur eftir smekk
S&P
AÐFERÐ
1. Hitið ofninn á 180*c. Skerið graskerið í jafna bita og bætið kryddi og smá olíu. Bakið í u.þ.b. 30 mínútur eða þangað til bitarnir eru orðnir mjúkir í gegn.
2. Sjóðið quinoa samkvæmt leiðbeiningum.
3. Skerið rauðkálið í þunnar sneiðar - því þynnri, því betra er að borða það í salati. Það er einnig hægt að nota mandólín eða rifjárn.
4. Losið kjarnana úr granateplinu og skerið paprikuna í þunnar sneiðar.
5. Blandið öllu saman ásamt spírunum og kreistið lime yfir. Kryddið af graskerinu blandast við salatið og gerir ótrúlega góða heild.
Nótjið vel!
Ég kaupi íslenskar og/eða lífrænar afurðir eftir bestu getu og hvet ykkur til að gera það sama. Þessir valkostir eru betri fyrir jörðina okkar og líkamann.