ferskt pak choi salat með tahini- & wasabi sósu
Íslenskt Pak Choi eða Blaðkál lítur út eins og hálfgerðar blöðrur en stilkar kálsins eru stökkir og blöðin mjúk. Áferðin er þess vegna fullkomin í ferskt salat ásamt Íslenskum snakk paprikum, radísum og snjóbaunum. Tahinisósan er ein sú allra besta en wasabi-ið gefur henni smá sterkan keim og einkennandi bragð.
UPPSKRIFT
Fyrir 2-4 sem meðlæti
400gr Pak Choi, skorið í lengjur
2 öskjur Íslenskar snakk paprikur, skornar niður
250gr radísur, skornar niður
250gr sykur- eða snjóbaunir, fínt skornar
2 msk ristuð sesamfræ
Tahini- og wasabi sósa
60ml lífrænt ósaltað tahini
60ml lífrænt eplaedik
Þumall engifer
1 msk lífrænt miso
2-4 msk vatn, eftir smekk
1-2 tsk wasabi
AÐFERÐ
1. Undirbúið grænmetið og blandið saman ásamt sesamfræjunum í fallega skál.
2. Blandið öllum hráefnunum fyrir sósuna saman í blandara, byrjið á tveimur matskeiðum af vatni en bætið við eftir áferð og smekk.
Njótið í botn!