karrí- & kjúklingabaunasalat í kálbátum


Mynd / Gunnar Bjarki fyrir Gestgjafann

Þetta salat er ótrúlega bragðgott, næringarríkt og fljótlegt. Blandið einfaldlega öllu saman og geymið í ísskápnum þar til borið fram með stökkum kálbátunum. Kryddin passa vel með sætum döðlum og sterku chili. Kjúklingabaunasalatið passar líka mjög vel með kexi í veislum eða í vefju sem nesti.

UPPSKRIFT

2 lítil Romain kálhjörtu
1 dós lífrænar kjúklingabaunir, gróflega stappaðar
1 íslensk paprika, fínt skorin
1/2 rauðlaukur, fínt skorinn
3 msk lífræn kókosmjólk, efri parturinn í dósinni, ekki vatnið
1-2 msk tómatpúrra, eftir smekk
4 medjul döðlur, fínt skornar
1-2 tsk Karrýblanda frá Kryddhúsinu
1/2 tsk Chili flögur
1/2 tsk laukkrydd
1/2 tsk hvítlaukskrydd
1 límóna, kreist
Ferskt kóríander eftir smekk
S&P


AÐFERÐ

Blandið einfaldlega öllum hráefnum saman og hrærið vel. Smakkið til og kryddið eftir smekk. Komið salatinu fyrir í kálbátana og njótið þess að borða ferskt.


Previous
Previous

ferskt pak choi salat með tahini- & wasabi sósu

Next
Next

rauðrófu- & appelsínusalat með pikkluðum rauðlauk