rauðrófu- & appelsínusalat með pikkluðum rauðlauk
Hráar lífrænar rauðrófur eru stútfullar af steinefnum, vítamínum og trefjum en stökka áferðin passar ótrúlega vel með safaríkum appelsínubitunum. Rauðrófur eru reyndar svakalega öflugar og taldar allra meina bót. Salatið er svo toppað með pikkluðum rauðlauk, grænum ólífum og ristuðum sólblómafræjum. Það gæti ekki verið auðveldara að borða alla regnbogans liti.
UPPSKRIFT
350gr lífrænar rauðrófur, rifnar með rifjárni
4 appelsínur, skornar í bita
2 öskjur Asískt Babyleaf frá Vaxa
1 krukka grænar ólífur, skornar niður
70gr sólblómafræ, ristuð
Ferskar kryddjurtir eftir smekk
Pikklaður rauðlaukur
1/2 bolli rauðvínsedik
1/2 rauðlaukur, skorinn í þunnar sneiðar
Vínagretta
4 msk lífræn hágæða ólífuolía
1 msk afgangs rauðvínsedik frá rauðlauknum
1 sítróna, kreist
S&P
AÐFERÐ
Byrjið á því að undirbúa pikklaða rauðlaukinn með því að skera þunnar sneiðar og hella edikinu yfir. Geymið til hliðar á meðan salatinu er blandað saman.
2. Blandið kálinu, rauðrófunum og appelsínubitunum saman ásamt ólífunum. Ristið sólblómafræin á pönnu í nokkrar mínútur.