quinoa tabbouleh með ferskum kryddjurtum
Þetta milda og einfalda salat mun slá í gegn fyrir allan aldur en galdurinn fyrir þessa uppskrift er að skera allt grænmetið mjög fínlega niður. Áferðin á salötum breytist svakalega eftir því hvernig grænmetið er skorið. Fullkomið ferskt meðlæti með öllum mat og skemmtilegt að þau minnstu geti verið með og týnt upp í sig.
UPPSKRIFT
1/2 bolli lífrænt quinoa
1 stór íslensk gúrka, fínt skorin
4 íslenskir tómatar, fínt skornir
2-3 stilkar lífrænt sellerí, fínt skorið
1 poki/ 250gr radísur, fínt skornar
140gr furuhnetur, ristaðar
20-30gr ferskar kryddjurtir eftir smekk, fínt skornar
1-2 sítrónur, kreistar
2-4 msk lífræn hágæða ólífuolía
AÐFERÐ
1. Byrjið á því að sjóða quinoa samkvæmt leiðbeiningum. Skolið og sigtið.
2. Undirbúið grænmetið og blandið saman í stóra skál.
3. Ristið furuhneturnar og blandið út í salatið ásamt quinoa.
4. Blandið að lokum ferskum kryddjurtum, sítrónu og ólífuolíu út í og hrærið vel.