bakaður laukur með balsamic


FullSizeRender 3.jpeg

Þessi laukur er eitt allra besta meðlæti sem ég hef gert hingað til. Balsamic og sykurinn gera þykka karamelliseraða áferð sem bráðnar í laukinn. Þetta er alls ekki líkt klassísku brúnuðu kartöflunum, svo ekki vera hrædd ef sú týpa vekur óhug. Gæti ekki mælt nógu mikið með að prófa!

UPPSKRIFT

4 laukar
3 msk hágæða balsamic
2 msk hágæða ólífuolía
2 msk vatn
1 msk lífrænn hrásykur
S&P

*Mér finnst best að nota þykkt balsamic. Hef verið að nota frá Olifa og finnst það best af því sem ég hef fundið á Íslandi.


AÐFERÐ

1. Byrjið á því að hita ofninn á 180*c.
2. Takið utan af lauknum og skerið í tvennt.
3. Setjið balsamic, ólífuolíu, vatn og hrásykur í eldfast mót eða á pönnu sem má fara í ofninn.
4. Komið lauknum fyrir þannig að þeir snúi upp á við. Setjið álpappír yfir og bakið í u.þ.b. 20 mínútur.
5. Snúið svo lauknum við og takið álpappírinn af. Bakið í 20 mínútur í viðbót eða þar til gylltur og mjúkur í gegn. Njótið ótrúlega vel.


Ég nota íslenskar og/eða lífrænar afurðir eftir bestu getu og hvet ykkur til að gera það sama. Þessir valkostir eru betri fyrir jörðina okkar og líkamann.