rauðrófur & radísur með graslauk


Þessi uppskrift gæti varla verið einfaldari en er samt svo ótrúlega góð. Það kemur vikrilega á óvart hvað radísur eru góðar bakaðar, en með rauðrófunum verður til fullkominn diskur af meðlæti sem passar við ótrúlega margt. Uppskriftin þarf ekki að vera nákvæm, það væri jafnvel mjög gott að bæta smá chili með.

UPPSKRIFT

u.þ.b. 400gr radísur
u.þ.b. 300gr rauðrófur
S&P

graslauks vínagretta
2 msk hágæða ólífuolía
2 msk hágæða hvítvínsedik
2 msk graslaukur
S&P


AÐFERÐ

1. Byrjið á því að hita ofninn á 180*c.
2. Skerið radísurnar í tvennt og rauðrófurnar í litla bita.
3. Notið örlitla olíu og saltið og piprið eftir smekk. Bakið í u.þ.b. 30 mínútur og veltið grænmetinu af og til.
4. Fínskerið graslaukinn og blandið út í ólífuolíu og hvítvínsedik.
5. Látið radísurnar og rauðrófurnar kólna örlítið og hellið svo vínagrettunni yfir. Njótið ótrúlega vel!


Ég nota íslenskar og/eða lífrænar afurðir eftir bestu getu og hvet ykkur til að gera það sama. Þessir valkostir eru betri fyrir jörðina okkar og líkamann.


Previous
Previous

bakaður laukur með balsamic

Next
Next

sveppasósa með rósmarín