hvítlaukur í ólífuolíu & kryddlegi


Hvítlaukur í kryddlegi er fullkomin viðbót á ostabakkann eða með öðrum mat yfir hátíðirnar. Hvítlauksbragðið verður miklu mildara og mjúkara og passar með svo ótrúlega mörgu. Hvítlaukur á kexi með chili sultu eða osti, í sósuna eða súpuna - þetta getur ekki klikkað. Einfalt, fljótlegt og geymist vel í lokuðum umbúðum í ísskáp - algjör snilld að gera fram í tímann.

UPPSKRIFT

6 hausar lífrænn hvítlaukur
u.þ.b. 230ml hágæða ólífuolía
2 lárviðarlauf
2-3 greinar ferskt rósmarín
ferskt timjan
heil piparkorn - 4 Árstíðir frá Kryddhúsinu


AÐFERÐ

1. Takið utan af hvítlauknum.
2. Hitið olíu í litum potti og bætið hvítlauknum út í ásamt öllum kryddunum.
3. Látið malla á vægum hita í u.þ.b. 30 mínútur, passið að sjóða blönduna ekki. Setjið lok á pottinn.
4. Þegar hvítlaukurinn er orðinn mjúkur og gylltur er blandan tilbúin. Látið kólna og sigtið kryddin frá. Berið fram um leið eða setjið inn í ísskáp. Blandan endist lengi í ísskáp. Berið fram með ostum, notið í sósur, súpur eða nánast hvað sem er og njótið ótrúlega vel!


Ég nota íslenskar og/eða lífrænar afurðir eftir bestu getu og hvet ykkur til að gera það sama. Þessir valkostir eru betri fyrir jörðina okkar og líkamann.


Previous
Previous

möndluostur með pistasíum, döðlum & chili

Next
Next

bakaður laukur með balsamic