möndluostur með pistasíum, döðlum & chili


Þessi uppskrift er fullkomin á alla veislubakka sama á hvaða árstíma. Ostaboltinn er einfaldur og fljótlegur en bragðast ótrúlega vel. Hann passar nánast með öllu og mun slá í gegn hvar sem hann er borinn fram, ég lofa! Chili og döðlur fara vel saman ásamt stökkum vorlauk og pistasíuhnetum. Ég nota oftast möndluostinn frá Kite Hill, þetta vörumerki er frábært með hrein innihaldsefni. Osturinn líkir eftir rjómaost sem er gott viðmið ef þessi tiltekni er ekki við hendi. Uppskriftin þarf ekki að vera mjög nákvæm og hægt er að leika sér með fleiri hnetur til dæmis.

UPPSKRIFT

1/2 askja / 110gr Kite Hill ostur með chives
50gr pistasíur án skelja
3 lífrænar döðlur
3 stilkar vorlaukur
1 chili

*Allur ‘‘rjómaostur’’ ætti að virka hér. Ég mæli með því að skoða innihaldslýsinguna á vegan ostum, því færri og betri innihaldsefni því betra.


AÐFERÐ

1. Saxið niður pistasíur, chili, vorlaukinn og döðlurnar. Blandið saman.
2. Veltið ostinum upp úr blöndunni og formið í kúlu.
Njótið ótrúlega vel!


Ég nota íslenskar og/eða lífrænar afurðir eftir bestu getu og hvet ykkur til að gera það sama. Þessir valkostir eru betri fyrir jörðina okkar og líkamann.


Arna Engilbertsdóttir