kartöflusalat með sinnepi & basiliku


Kartöflur eru náttúrulega bestar í heimi og þessi uppskrift mun ekki klikka. Ótrúlega fljótlegt og veglegt meðlæti sem passar með svo mörgu. Sósan er með fullt af sinnepi, tahini og möndlusmjöri sem fara vel saman ásamt ferskri basiliku, salti og pipar. Ferskar kryddjurtir er líklega ein besta leið til að fá ferskleika í hvaða uppskrift sem er og ég mæli svo mikið með því að leggja það í vana þegar mögulegt er. Á myndinni er ég búin að blanda helmingnum af sósunni við kartöflurnar og hef restina í skál fyrir þá sem vilja meira. Smakkið til og breytið og bætið eftir smekk.

UPPSKRIFT

1kg íslenskar kartöflur
2 msk tahini
1 msk gróft sinnep
1 msk fínt sinnep
2 tsk möndlusmjör
1 msk eplaedik
1 hvítlauksrif
1/2 sítróna
2 tsk oregano
1 tsk agave sýróp
lúka fersk basilika
S&P

1-2 msk vatn ef þarf


AÐFERÐ

1. Byrjið á því að þrífa og/eða flysa kartöflurnar. Sjóðið þær þar til hægt er að stinga í þær með gaffli.
2. Blandið öllum hráefnum saman í sósuna og smakkið til. Saltið og piprið. Ef sósan er of þykk er gott að þynna með 1-2 msk af vatni.
3. Saxið niður fullt af feskri basiliku og hellið sósunni yfir kartöflurnar.
Njótið ótrúlega vel!


Ég nota íslenskar og/eða lífrænar afurðir eftir bestu getu og hvet ykkur til að gera það sama. Þessir valkostir eru betri fyrir jörðina okkar og líkamann.


Arna Engilbertsdóttir