cajun tofu & grillaður ananas


Þessi uppskrift er einföld en ótrúlega góð! Cajun kryddblanda er í miklu uppáhaldi en ég kaupi hana alltaf frá besta Kryddhúsinu. Ég hef áður deilt uppskrift af cajun tofu sem var mjög vinsæl - en bragðið af þessari marineringu passar við svo ótrúlega margt að mínu mati. Hægt er að marinera eins og tími gefst, jafnvel yfir nótt í ísskápnum. Grillaður ananas og köld piparsósa setja þennan disk í hátíðargírinn og útkoman getur varla klikkað. Sósan þarf alls ekki að vera fullkomnlega mæld - smakkið bara til og setjið nóg af pipar og vorlauk með.

UPPSKRIFT

500gr tofu
1/2 ferskur ananas

4 msk tamari / soja
1 msk olía
2 tsk cajun frá Kryddhúsinu
1/2 tsk hvítlauksduft

sýrður jurtarjómi
fullt af pipar
1/2 kreist sítróna
vorlaukur

*Ég notaði tofu frá Thi Hollustu og það er ótrúlega gott - framleitt á Íslandi.


AÐFERÐ

1. Byrjið á því að blanda saman tamari, olíu, cajun kryddi og hvítlauk. Skerið tofu í sneiðar og marinerið eins og tími gefst.
2. Hitið ofninn á 180*c og bakið í u.þ.b. 30 mínútur eða þar til örlítið stökkt að utan.
3. Skerið ananasinn í hálfar sneiðar og grillið. Ég notaði grillpönnu og það kom vel út.
4. Blandið kaldri piparsósu saman eftir smekk og berið fram.
Njótið ótrúlega vel!


Ég nota íslenskar og/eða lífrænar afurðir eftir bestu getu og hvet ykkur til að gera það sama. Þessir valkostir eru betri fyrir jörðina okkar og líkamann.


Arna Engilbertsdóttir