bakað brokkolí með sítrónu
Bakað brokkolí er eitt af mínu allra uppáhalds meðlæt en þótt að þessi uppskrift sé mjög einföld fannst mér nauðsynlegt að hafa hana hérna inni. Brokkolíið er gott með fjölbreyttum mat og tekur enga stund að henda inn í ofn. Stundum læt ég salt og pipar duga en sítrónan gefur ferskleika og chili passar auðvitað alltaf. Prófið ykkur endilega áfram með krydd eins og za’atar, hvítlauk og sesamfræ svo eitthvað sé nefnt.
UPPSKRIFT
2 stórir brokkolí hausar
1 sítróna
chili
S&P
AÐFERÐ
1. Byrjið á því að stilla ofninn á 180*c, blástur.
2. Skerið brokkolíið í jafna bita og komið fyrir í eldföstu móti.
3. Stráið chili flögum, salti og pipar yfir ásamt örlítilli olíu. Kreistið einnig sítrónuna og hellið yfir.
4. Bakið í u.þ.b. 15-20 mínútur.
Njótið vel!
Brokkolí eða spergilkál á góðri íslensku er næringarríkt grænmeti skylt hvítkáli, grænkáli, blóm- og rósakáli. Brokkolí var fyrst ræktað út frá viltu hvítkáli á tímum Rómarveldis og er nokkuð ríkara af próteini en margt annað grænmeti. Brokkolíið er einnig ríkt af trefjum, C og K vítamíni ásamt fólati, járni, kalíum og fjölda andoxunarefna. Íslenska uppskeran er frá júní til október en þess má geta að vörurnar frá Íslenskt Grænmeti eru nú kolefnisjafnaðar að fullu. Það er mikil hvatning fyrir okkur neytendur að kaupa grænmeti frá íslenskum bændum enda er það klárlega leiðin í átt að enn betra úrvali af íslensku grænmeti.