hemp parm með sjálvarsalti


FullSizeRender 5.jpeg

Hemp parm eða ‘‘vegan parmesan’’ úr hempfræjum er ótrúlega gott með pasta, lasagne og bökuðu grænmeti. Það er mjög auðvelt að nota önnur fræ eins og sólblómafræ eða graskersfræ í sömu hlutföllum, það eina sem þarf að gera er að setja stærri fræin í blandara eða matvinnsluvél til að fá svipaða áferð. Næringarger gefur bragð sem minnir á hnetur og/eða ost og passar því mjög vel í þessum tilgangi. Ótrúlega fljótlegt og næringarríkt meðlæti og ennþá betra hvað það geymist vel í lokuðum umbúðum!

UPPSKRIFT

1 bolli hemp fræ
1/4 bolli næringarger
1/2 tsk hvítlaukur
1 tsk sjávarsalt


AÐFERÐ

1. Blandið einfaldlega öllum hráefnum saman og smakkið til.
Njótið ótrúlega vel að borða hemp parm með fjölbreyttum mat.


Hempfræ eru frábær næring og innihalda bæði leysanlegar og óleysanlegar trefjar, prótein og fitu, omega 3 og 6. Þau innihalda allar nauðsynlegu amínósýrurnar sem líkaminn þarf en getur ekki búið til sjálfur ásamt E vítamíni, fosfór, natríum, kalíum og magnesíum svo eitthvað sé nefnt. Fræin eru auðmeltanleg og oft kennd við bætta meltingu og húð, sérstaklega hjá þeim sem glíma við exem og/eða kláða. Það eina sem er gott að hafa í huga er að kaupa heil hempfræ til að fá alla næringuna sem þau geta boðið upp á.


Previous
Previous

bakað brokkolí með sítrónu

Next
Next

grillað romain með vatnsmelónu & döðlum