grillað romain með vatnsmelónu & döðlum
Ég elska romain kál og reyni alltaf að næla mér í nokkur hjörtu þegar þau eru til lífræn. Romain kál er mjög crunchy og helst til dæmis mjög ferskt í salötum, frægast er örugglega caesar salat. Það er ótrúlega gott að grilla það aðeins og ég gerði þetta vatnsmelónu - döðlupestó til að hafa með. Þessi tilraun sló í gegn og ég hlakka mikið til að bjóða aftur upp á þennan disk.
UPPSKRIFT
2 lítil romain hjörtu
100gr kasjúhnetur
100gr vatnsmelóna
2 döðlur
1 msk sólþurrkað tómat paté frá Olifa
Rauðlaukur eftir smekk
S&P
*Það er hægt að nota hvaða rauða pestó sem er
AÐFERÐ
1. Skerið romain hjörtun í tvennt og berið örlitla olíu á opnu hliðarnar.
2. Grillið á grillpönnu, steipujárnsgrilli eða venjulegu grilli í nokkrar mínútur eða þar til rendur myndast á kálinu. Snúið við og grillið í nokkrar mínútur í viðbót.
3. Fínskerið rauðlauk í mjög litla bita ásamt döðlunum og vatnsmelónunni.
4. Blandið sólþurrkuðu tómat paté eða öðru rauðu pestó saman við ásamt kasjúhnetunum.
Njótið ótrúlega vel!
Ég nota íslenskar og/eða lífrænar afurðir eftir bestu getu og hvet ykkur til að gera það sama. Þessir valkostir eru betri fyrir jörðina okkar og líkamann.