grillaður aspas & edamame


0A233F03-AE83-4BEF-91FB-E86F9E89529C-27B00186-FAE9-47A8-AADF-F783D5D07E0D.jpg

Þessi diskur er rosalega góður og eiginlega alveg nauðsynlegt að prófa. Aspas og hvítlaukur klikka ekki saman en dressingin gefur salt og ferskleika. Ég hef aldrei notað edamame með aspas en útkoman var ótrúlega góð og gaman að hafa mismunandi áferð í réttinum. Meðlæti sem passar með svo mörgu! Njótið vel.

UPPSKRIFT

1 búnt ferskur aspas
100gr frosnar edamame baunir
1 msk hágæða sesamolía
3 hvítlauksrif

dressing
1 appelsína
1 msk hágæða rice vinegar
2 msk tamari / soya sósa
sesamfræ eftir smekk

*Skoðið vel gæði sesamolíunnar, rice vinegar og tamari/soya. Þetta eru allt vörur sem þurfa að vera vel gerðar svo þær skemmi ekki fyrir bragðinu og heilsunni. Vörumerki eins og Clearspring bjóða upp á lífrænar vörur og fást til dæmis í Nettó og Vegan búðinni.


AÐFERÐ

1. Hitið grillpönnu á rúmlega miðlungs hita. Hellið í mesta lagi einni matskeið af sesamolíu á pönnuna.
2. Skerið eða brjótið neðsta hlutann af aspasinum af og skerið svo í bita.
3. Grillið eða steikið á pönnunni í u.þ.b. 10 mínútur eða eftir stærð bitanna, þangað til aspasinn fær örlítinn lit á sig.
4. Lækkið hitann og bætið við frosnum edamame baunum, hvítlauk og sesamfræjum. Edamame baunirnar þyðna mjög hratt á pönnunni.
5. Kreistið appelsínu og hrærið saman rice vinegar og tamari eða soyasósu.
6. Berið aspasinn fram beint af pönnunni og hellið dressingunni yfir. Toppið með sesamfræjum.


Arna Engilbertsdóttir