bakað grasker með chimichurri & spírum


5C6EA387-D9A8-49C0-A411-1DE22909BD05-3F8B39C2-E119-4AA6-B7FA-0962DF26300D.jpg

Ef þú hefur ekki prófað að elda grasker (e. butternut squash) ert þú að missa af miklu! Grasker er frábært hráefni sem hentar í fjölbreytta matargerð. Það hefur náttúrulega sætu sem fær sannarlega að njóta sín þegar það er ofnbakað eins og í þessari uppskrift. Einfalt og toppað með chimichurri, Argentínskri kryddblöndu blandaðri við ólífuolíu. Chimichurri inniheldur meðal annars sumac, cumin, oregano og persneskri sítrónu. Njótið ótrúlega vel.

UPPSKRIFT

1 meðal stórt grasker / u.þ.b. 1kg
2 msk þurrkuð chimichurri kryddblanda frá Kryddhúsinu
2 msk hágæða kaldpressuð ólífuolía
1/2 sítróna
Spírur eftir smekk
S&P


AÐFERÐ

1. Hitið ofninn á 180*c.
2. Skerið graskerið í tvennt, skerið börkinn af og fjarlægið kjarnann.
3. Pennslið örlítilli olíu á báða helminga og bakið í u.þ.b. 20-30 mínútur eftir stærð. Það ætti að vera hægtað skera nokkuð auðveldlega í graskerið án þess að það sé fullbakað.
4. Blandið chimichurri kryddblöndunni við ólífuolíuna og kreistið sítrónu, látið sitja þar til kraskerið er tilbúið. Mér finnst gott að hafa kryddblönduna þykka en bætið endilega meiri ólífuolíu við fyrir þynnri áferð.
5. Takið graskerið úr ofninum og látið kólna örlítið þannig hægt sé að meðhöndla það. Skerið rendur í báða helmingana en passið að skera ekki í gegn.
6. Saltið og piprið og haldið áfram að baka. Stillið á blástur og bakið í 15-20 mínútur í viðbót eða þar til mjúkt í gegn.
7. Berið kryddblönduna á graskerið og berið fram með spírum.


Grasker eða butternut squash er í raun ávöxtur þrátt fyrir að vera alltaf matreitt eins og grænmeti. Það er ótrúlega næringarríkt og er mjög ríkt af A og C vítamínum ásamt magnesíum, kalíum, magnan og svo mætti lengi telja. Hægt er að baka grasker, setja út í pottrétti og gera súpur úr því. Graskersfræ eru einnig stútfull af næringu en þau eru fullkomin í salöt, múslí, toppuð yfir hvers kyns mat en líka ein og sér. Mæli svo mikið með.


Previous
Previous

grillaður aspas & edamame

Next
Next

ristað nori með sesam & salti