stökkar kjúklingabaunir með za'atar


Kjúklingabaunir eru næringarríkar og frábærar í svo marga rétti. Það hentar vel að setja þær í pottrétti en hér eru þær bakaðar og fullkomnar í salöt eða sem meðlæti. Kjúklingabaunir eru stútfullar af fjölda vítamína og steinefna, til dæmis mangan og fólati. Baunirnar eru líka ótrúlega góð leið til að fá trefjar og prótein og eru mettandi í gegnum daginn. Ég mæli svo mikið með því að prófa þessar, leikið ykkur með kryddin og borðið með allskonar mat!

UPPSKRIFT

2 dósir lífrænar kjúklingabaunir
2 msk za’atar frá Kryddhúsinu
1 msk góð olía
S&P

*Ég mæli með að skoða innihaldslýsinguna á dósunum vel til að forðast óæskileg og/eða skaðleg efni sem geta fylgt álinu. Lífrænar vörur í dós sleppa lang oftast við þessi efni.


AÐFERÐ

1. Byrjið á því að hita ofninn á 180*c, blástur.
2. Sigtið og skolið kjúklingabaunirnar vel, komið þeim fyrir í eldföstu móti eða ofnskúffu þannig að það sé nóg pláss fyrir þær.
3. Hellið olíu og kryddi yfir og blandið vel saman, geymið saltið þar til eftir að baunirnar eru bakaðar því þannig tekst best að fá þær stökkar.
4. Bakið í u.þ.b. 20-30 mínútur eða þar til stökkar.
Njótið vel!


Previous
Previous

pönnusteiktir ostrusveppir í tamari

Next
Next

seljurótarmús með salti & pipar