seljurótarmús með salti & pipar
Þessi uppskrift gæti varla verið einfaldari en seljurótina má nota á marga vegu. Í þetta skiptið langaði mig að prófa að stappa hana niður og bætti örlítilli ólífuolíu með ásamt salti og pipar. Mig langar að mæla með fjórum árstíðum piparblöndunni frá Kryddhúsinu en í henni eru fjórar tegundir af piparkornum og gefur hún ótrúlega gott bragð sem fær að njóta sín vel hér. Berið fram með næstum hvaða mat sem er, það erum að gera að prófa sig áfram!
UPPSKRIFT
1 haus seljurót
himalaya salt
fjórar árstíðir piparblanda frá Kryddhúsinu
hágæða kaldpressuð ólífuolía
AÐFERÐ
1. Byrjið á því að skera utan af seljurótinni og skerið í bita.
2. Sjóðið í 10-15 mínútur eða þar til bitarnir eru mjúkir í gegn.
3. Látið kólna örlítið og stappið saman. Saltið og piprið eftir smekk og bætið örlítilli olíu við.
Njótið ótrúlega vel!
Seljurót er rótargrænmeti náskylt sellerí og nípu og var fyrst ræktuð við Miðjarðarhafið. Rótin er rík af trefjum, andoxunarefnum, B6, C og K vítamínum ásamt steinefnum eins og fosfór, kalíum og mangan. Það kemur á óvart hversu auðvelt er að elda rótina en hægt er að borða hana hráa, sjóða hana eða baka og mauka niður í krem.