bakað grænmeti & kjúklingabaunir


D1297174-85AB-4A9A-8761-A84A0FCC985F-CDF38F17-D4BF-482C-8A6B-013CADCA199B.jpg

Það gleymist oft hversu einfalda máltíð er hægt að búa til með því að ofnbaka grænmeti. Ótrúlega gott og næringarríkt með tveimur mismunandi kryddblöndum. Sú mildari heitir za’atar og er Miðausturlensk og sú sterkari er Marokkósk harissa. Uppskriftin þarf alls ekki að vera nákvæm og endilega notið það grænmeti sem er til í ísskápnum. Mér finnst mjög gott að fá smá sterkt með og setti þess vegna harissa yfir kjúklingabaunirnar. Bakið allt á sama tíma og út kemur frábær næring sem passar með öllu.

UPPSKRIFT / fyrir 3-4

400gr brokkolí
300gr blómkál
200 gr gulrætur
2 krukkur kjúklingabaunir
1/2 - 1 msk Marokkósk harissa kryddblanda frá Kryddhúsinu
1 msk za’atar kryddblanda frá Kryddhúsinu
sesamfræ eftir smekk
S&P

*Harissa er nokkuð sterk kryddblanda. Ég mæli með því að nota til dæmis papriku, hvítlauk og græn krydd í staðinn - eða að setja za’atar yfir allt ef sterkur matur henntar ekki.


AÐFERÐ

1. Byrjið á því að hita ofninn á 180*c.
2. Skerið grænmetið niður í munnbita.
3. Skolið og sigtið kjúklingabaunirnar.
4. Raðið öllu í ofnskúffu eða eldfast mót.
5. Setjið za’atar kryddblönduna yfir brokkolíið, blómkálið og gulræturnar og harrissa yfir kjúklingabaunirnar - ásamt hágæða olíu
6.Saltið, piprið og stráið sesamfræjum yfir allt.
7. Bakið í u.þ.b. 30-40 mínútur eða þar til grænmetið er orðið örlítið stökkt.
8. Berið fram til dæmis með fersku salati, oatly sýrðum eða næstum hverju sem er. Njótið ótrúlega vel!


Ég nota íslenskar og/eða lífrænar afurðir eftir bestu getu og hvet ykkur til að gera það sama. Þessir valkostir eru betri fyrir jörðina okkar og líkamann.


Previous
Previous

lasagne með eggaldin & grænu pestó

Next
Next

fylltir tómatar með perlubyggi & kúrbít