lasagne með eggaldin & grænu pestó


FullSizeRender.jpeg

Þetta lasagne er jafn næringarríkt og það er gott - linsubaunir, edamame pasta plötur, eggaldin og græna pestóið. Toppað með hemp parm en hempfræ eru stútfull af góðri fitu, próteini, vítamínum og steinefnum. Uppskriftin sýnir hvernig er hægt að gera næstum öll skrefin frá grunni fyrir þá sem vilja þann möguleika en það er að sjálfsögðu hægt að nota tilbúið pestó o.s.f.v. Njótið ótrúlega vel!

UPPSKRIFT / fyrir 4-6

1 askja möndlu ricotta frá Kite Hill
1,5 pakki edamame lasagne plötur - eða
plötur sem þarf ekki að sjóða fyrst
hemp parm með sjálvarsalti
300gr eggaldin

linsubaunafylling
1 laukur
300gr gulrætur
200gr sellerí
500gr tómatpassata (eða 50/50 passata
& pelati/niðursoðnir tómatar)
1 bolli rauðar linsur
1,5 bolli vatn
1 msk ítölsk kryddblanda
S&P

grænt pestó
50gr fersk basilika
30gr rucola
70gr furuhnetur
1/2 bolli hrá, hágæða olía
2-4 hvítlauksrif

*Kite Hill fæst í Vegan búðinni og innihalda frábær hráefni.
*Magnið af pastaplötum getur verið mismunandi eftir stærðinni forminu sem er notað.


AÐFERÐ

1. Byrjið á því að hita ofninn á 180*c.
2. Fínskerið laukinn, gulræturnar og sellerí og steikið á vægum hita þar til mjúkt og ilmandi. Því minni bitar, því betri áferð.
3. Bætið linsubaunum ásamt tómatpassata og tómötum ásamt vatni og látið malla þar til linsubaunirnar eru orðnar mjúkar, u.þ.b. 20 mínútur.
4. Skerið eggaldin niður í örþunnar sneiðar.
5. Undirbúið grænt pestó með því að setja öll hráefnin í blandara.
6. Undirbúið hemp parm með því að blanda öllum hráefnum saman í skál.
7. Raðið í eldfast mót og endurtakið þrisvar:
Linsubaunafylling
Pasta plötur
Eggaldin sneiðar
Möndlu ricotta
Grænt pestó
Hemp parm
8. Bakið í u.þ.b 30 mínútur.
9. Berið fram með feskri basiliku og góðri ólífuolíu.


Arna Engilbertsdóttir