fajitas grænmeti & ananas salsa
Þessi uppskrift er einföld leið að mexíkóskri veislu án mikillar fyrirhafnar en grænmetið getur ekki klikkað með góðu kryddi. Mér finnst ananas passa mjög vel með mexíkóskum mat og ákvað að bæta honum við klassíska tómatsalasað. Berið fram með tortillum, svörtum baunum og/eða quinoa og ekki gleyma sterkri sósu eða jalapeño!
UPPSKRIFT / fyrir 3-4
1 laukur
4 paprikur
300gr portobello sveppir / 3 stórir
kryddblanda
1 msk paprika
1 tsk cumin
1 tsk oregano
1/2 tsk laukur
1/2 tsk hvítlaukur
1/2 tsk ancho chili eða reykt paprika
S&P
ananas salsa
4 íslenskir tómatar / 1 askja
300gr ferskur ananas
1/2 rauðlaukur
kóríander eftir smekk
1 lime
S&P
*Það er að sjálfsögðu hægt að nota tilbúna mexíkóska kryddblöndu, notið 1-2 msk af henni yfir grænmetið.
AÐFERÐ
1. Byrjið á því að hita ofninn á 180*c blástur.
2. Losið stilkana úr sveppunum og hreinsið örlítið innan úr þeim.
3. Skerið paprikurnar, laukinn og sveppina í sneiðar og komið fyrir í eldföstu móti. Notið örlitla hágæða olíu á grænmetið og kryddið. Bakið í u.þ.b. 20 mínútur.
4. Skerið tómata, ananas og rauðlauk í litla bita og blandið saman ásamt kóríander og kreistu lime. Saltið og piprið eftir smekk.
5. Látið grænmetið kólna örlítið áður en það er borið fram. Njótið ótrúlega vel!
Ég nota íslenskar og/eða lífrænar afurðir eftir bestu getu og hvet ykkur til að gera það sama. Þessir valkostir eru betri fyrir jörðina okkar og líkamann.