litlar kúrbíts- & kjúklingabaunabökur


Mynd / Gunnar Bjarki fyrir Gestgjafann

Kjúklingabaunabökur minna helst á eggjabökur en þær eru ótrúlega mjúkar, mildar á bragðið og stútfullar af grænmeti. Kjúklingabaunahveiti er snilldar hráefni sem er einfaldlega gert úr möluðum kjúklingabaunum og er því náttúrulega glútenlaust og mjög trefja- og próteinríkt. Fullkomnar í morgunmat, brunch eða nesti.

UPPSKRIFT

2 bollar kjúklingabaunahveiti
2 1/2 bolli vatn
2 bollar kúrbítur, rifinn fínt niður
1 bolli íslensk paprika, fínt skorin
1 laukur, fínt skorinn
1/4 bolli lífrænt næringarger
1 tsk Vínsteinslyftiduft
1/2 tsk Kala Namak, Indverskt svart salt
S&P


AÐFERÐ

1. Hitið ofninn á 180*c, blástur.
2. Steikið laukinn á pönnu þar til mjúkur og ilmandi.
3. Blandið þurrefnunum saman og hrærið vel. Bætið restinni af hráefnunum út í ásamt grænmetinu.
4. Undirbúið bollakökufrom þannig að bökurnar festist ekki í forminu. Ég klippti bökunarpappir í ræmur og setti tvær ræmur í X í botninn á hverju formi, svo gat ég togað bökurnar upp með ræmunum í heilu lagi. Bakið í u.þ.b. 30 mínútur eða þar til prjónn kemur hreinn upp úr miðjunni.
5. Látið kólna í 10 mínútur áður en þær eru teknar upp.


Arna Engilbertsdóttir