svartbauna- & quinoabollur í marinara


Mynd / Gunnar Bjarki fyrir Gestgjafann

Þessar svartbauna- og quinoabollur eru jafn góðar og þær eru næringarríkar. Mild og bragðgóð marinara sósa gerir þær ennþá meira djúsí toppað með fullt af ferskri basiliku. Sjóðið lífrænt pasta til að borða með bollunum eða búið til kúrbíts- og gulrótarspagettí. Bæði er í algjöru uppáhaldi og getur ekki klikkað. Njótið í botn!

UPPSKRIFT

1/3 bolli quinoa, eldað og kólnað
1 dós lífrænar svartar baunir
1 laukur
3 hvítlauksgeirar
1 msk tómatpúrra
1 msk næringarger
2 msk hempfræ
1 lúka fersk basilika frá Vaxa
Chiliflögur frá Kryddhúsinu
S&P

Marinara sósa
1 stór krukka / 680gr lífræn passata
1/2 Laukur, fínt skorinn
2 hvítlauksgeirar, fínt skorinn
2 msk lífræn hágæða ólífuolía
1 msk Ítölsk kryddblanda frá Kryddhúsinu
1 lúka fersk basilika frá Vaxa, fínt skorin
S&P


AÐFERÐ

1. Byrjið á marinara sósunni með því að steikja laukinn og hvítlaukinn á pönnu með ólífuolíu þar til mjúkur og ilmandi. Hellið passata út á laukinn ásamt kryddum. Smakkið til og látið malla á lágum hita þar til bollurnar eru tilbúnar.
2. Hitið ofninn á 180*c, blástur. Sigtið og skolið svörtu baunirnar og komið þeim fyrir í ofnskúffu. Bakið baunirnar í 15 mínútur til að þurrka þær. Sjóðið quinoa samkvæmt leiðbeiningum og látið kólna.
3. Steikið laukinn og hvítlaukinn með örlítilli olíu á pönnu þar til mjúkur og ilmandi. 
4. Setjið baunirnar, quinoa og laukinn í matvinnsluvél ásamt restinni af hráefnunum í bollurnar. Blandið saman, áferðin má vera örlítið kekkjótt.
5. Formið litlar jafnstórar bollur úr u.þ.b. einni matskeið og raðið á bökunarpappír.
6.Bakið í u.þ.b. 25 mínútur eðar þar til gylltar og smá stökkar að utan.


Arna Engilbertsdóttir