portobello spaghetti


69528428-E791-469A-A088-0A7EDDF9DC5A-01BA8E4E-0763-4D66-B319-51071DB82BA5.jpg

Þessi réttur fullkominn á köldum vetrardögum en portobello sveppirnir og linsubaunirnar gera ótrúlega góða blöndu sem passar með öllu pasta. Rétturinn er matarmikill og næringarríkur og enn betri á bragðið daginn eftir.. Berið fram með balsamic og ferskum pipar og þetta mun ekki klikka!

UPPSKRIFT / fyrir 3-4

250gr lífrænt durum spaghetti
250gr portobello sveppir
1 bolli grænar linsubaunir
2 bollar vatn
1 bolli tómatpassata
1/2 laukur
1,5 msk lífrænt miso
1 msk ítölsk kryddblanda
1/2 teningur lífrænn grænmetiskraftur
Balsamic eftir smekk
S&P


1. Byrjið á því að fínskera laukinn og steikja þar til mjúkur og ilmandi.
2. Losið stilkana af sveppunum og skerið í jafnar sneiðar. Steikið ásamt salti og pipar þar til þeir brúnast vel. Bætið örlitlu vatni ef þeir byrja að festast við pönnuna.
3. Bætið linsubaunum, tómatpassata, vatni, grænmetiskrafti, miso og kryddblöndu á pönnuna og fáið upp suðu. Setjið lokið á og sjóðið í 15-20 mínútur.
4. Hrærið reglulega og fylgist með hvernig baunirnar eldast. Ef blandan er orðin þykk en baunirnar ennþá tiltölulega harðar er gott að bæta 1/2 bolla af vatni út í.
5. Sjóðið spaghetti samkvæmt leiðbeiningum.
6. Blandið pastanu við blönduna og berið fram með ferskum pipar og balsamic.


Linsubaunir er frábært hráefni til að nota með pasta. Þær eru trefja- og próteinríkar ásamt járni, fólati og mörgu fleiru. Ef þér finnst soyahakk eða annað gervikjöt ekki gott mæli ég hiklaust með að nota linsubaunir. Að mínu mati er best að nota grænar, brúnar eða puy linsur í rétti eins og þennan því það er meira bit í þeim. Rauðar linsur eru minni og mýkri og passa til dæmis í súpur og indverska pottrétti. Allar týpurnar hafa svipað næringargildi.


Ég kaupi íslenskar og/eða lífrænar afurðir eftir bestu getu og hvet ykkur til að gera það sama. Þessir valkostir eru betri fyrir jörðina okkar og líkamann.