tofu pad thai með grænmeti


Mynd / Gunnar Bjarki fyrir Gestgjafann

Pad Thai er klassískur núðluréttur sem tekur enga stund að búa til. Mér finnst ómissandi að nota tofu í þessa uppskrift en það er einnig hægt að nota meira grænmeti og jafnvel spíralaðann kúrbít til helmings með núðlunum. Stökkar salthnetur, chili flögur og kreist límóna gera núðluréttinn enn betri.

UPPSKRIFT
Fyrir u.þ.b. 4

300gr hrísgrjónanúðlur
450gr lífrænt tofu, stíft, skorið í teninga
1 msk hágæða olía eftir smekk
1 askja eða 150gr baunaspírur af Mung-baunum
150gr gulrætur, rifnar niður
4 stilkar vorlaukur, fínt skorinn
1 askja kóríander frá Vaxa, fínt skorið
100gr lífrænar salthnetur, fínt skornar
1 límóna, kreist
1 tsk kóreskar chiliflögur

Sósa
6 msk lífræn soja eða tamarisósa
4 msk Coconut Aminos sósa
1 msk lífrænn kókossykur eða lífrænt agave síróp
2 msk hrísgrjónaedik
2-4 msk lífrænt hnetusmjör, magn eftir smekk og áferð


AÐFERÐ

1. Byrjið á því að sjóða núðlurnar samkvæmt leiðbeiningum.
2. Steikið tofu-ið með einni matskeið af góðri olíu á miðlungs hita í u.þ.b. 10 mínútur eða þar til gyllt og stökkt að utan.
3. Setjið til hliðar og steikið næst gulræturnar og baunaspírurnar í 3 mínútur.
4. Bætið öllum hráefnum fyrir sósuna í blandara og smakkið til magnið af hnetusmjöri.
5. Sigtið og skolið núðlurnar og bætið út á pönnuna ásamt tofu, gulrótum og baunaspírum og blandið öllu saman.
6. Toppið með kreistri límónu, kóríander, vorlauk og salthnetum.


Previous
Previous

dumplings með tofu- & kimchi fyllingu

Next
Next

vatnsmelónu poké