vatnsmelónu poké
Það er magnað hvað vatnsmelóna getur breyst mikið við að elda hana. Áferðin verður allt önnur og bragðið breytist örlítið líka en marineringin hefur auðvitað mikil áhrif á lokaútkomuna. Vatnsmelónan fær að njóta sín hér með einföldum brúnum hrísgrjónum, jalapeno og myntu.
UPPSKRIFT
Fyrir 2-4
1 kg vatnsmelóna, skorin í jafna bita
100ml hrísgrjónaedik
3 msk lífræn soja eða tamarisósa
2 msk hágæða ristuð sesamolía
2 msk lífrænt tahini
1 msk lífrænt agave síróp
1 límóna, kreist
200gr lífræn brún hrísgrjón
2 jalapeno, skorið í sneiðar
Fersk mynta, skorin niður
Ristuð sesamfræ
Kóreskar chiliflögur
AÐFERÐ
1. Blandið saman hrísgrjónaediki, soja, sesamolíu, tahini, agave og límónu. Undirbúið vatnsmelónuna og hellið marineringu yfir. Geymið í ísskápnum í 2 klst. 2. Sigtið marineringuna frá og steikið vatnsmelónubitana á rúmlega miðlungs hita í u.þ.b. 10 mínútur. Áferðin breytist, bitarnir minnka aðeins í stærð og vökvinn í bitunum hefur gufað upp að mestu.
3. Setjið vatnsmelónunubitana til hliðar og hitið marineringuna í u.þ.b. 10 mínútur. Blandið saman.
4. Sjóðið brún hrísgrjón samkvæmt leiðbeiningum.
5. Berið vatnsmelónu poké fram heitt ásamt hrísgrjónunum. Toppið með fersku jalapeno, myntu, sesamfæjum og chiliflögum.