vatnsmelónu poké


Mynd / Gunnar Bjarki fyrir Gestgjafann

Það er magnað hvað vatnsmelóna getur breyst mikið við að elda hana. Áferðin verður allt önnur og bragðið breytist örlítið líka en marineringin hefur auðvitað mikil áhrif á lokaútkomuna. Vatnsmelónan fær að njóta sín hér með einföldum brúnum hrísgrjónum, jalapeno og myntu.

UPPSKRIFT
Fyrir 2-4

1 kg vatnsmelóna, skorin í jafna bita
100ml hrísgrjónaedik
3 msk lífræn soja eða tamarisósa
2 msk hágæða ristuð sesamolía
2 msk lífrænt tahini
1 msk lífrænt agave síróp
1 límóna, kreist

200gr lífræn brún hrísgrjón
2 jalapeno, skorið í sneiðar
Fersk mynta, skorin niður
Ristuð sesamfræ
Kóreskar chiliflögur


AÐFERÐ

1. Blandið saman hrísgrjónaediki, soja, sesamolíu, tahini, agave og límónu. Undirbúið vatnsmelónuna og hellið marineringu yfir. Geymið í ísskápnum í 2 klst. 2. Sigtið marineringuna frá og steikið vatnsmelónubitana á rúmlega miðlungs hita í u.þ.b. 10 mínútur. Áferðin breytist, bitarnir minnka aðeins í stærð og vökvinn í bitunum hefur gufað upp að mestu.
3. Setjið vatnsmelónunubitana til hliðar og hitið marineringuna í u.þ.b. 10 mínútur. Blandið saman.
4. Sjóðið brún hrísgrjón samkvæmt leiðbeiningum.
5. Berið vatnsmelónu poké fram heitt ásamt hrísgrjónunum. Toppið með fersku jalapeno, myntu, sesamfæjum og chiliflögum.


Previous
Previous

tofu pad thai með grænmeti

Next
Next

tofu shakshuka & ferskar kryddjurtir