aloo gobi: kartöflur & blómkál


31E39C25-E537-4547-95A9-90AE3B84A7F1-615292D8-2B04-429C-91FF-A1765960B3E7.jpeg

Aloo gobi er þekktur réttur sem samanstendur af kartöflum, blómkáli og inverskum kryddum. Rétturinn er vinsæll í Indlandi og löndum þar í kring, svo sem Pakistan og Nepal. Grænu baunirnar bæta fallegum lit á diskinn en hér eru indversku kryddin í aðalhlutverki. Það er mjög gott að bera réttinn fram með sýrðum jurtarjóma, hreinni jógúrt eða raita, það gefur jafnvægi á móti kryddunum.

UPPSKRIFT / fyrir 6

1 laukur
800gr kartöflur
1 stór blómkálshaus
1 bolli frosnar grænar baunir
1 bolli tómat passata
1/2 bolli vatn
4-6 hvítlauksrif
1 msk kóriander krydd
1 msk kúmen krydd
1 tsk engifer krydd
1 tsk túrmeruk krydd
1/2 tsk garam masala krydd
Chili flögur eftir smekk

Ferskt kóríander
Fersk mynta
Oatly sýrður


AÐFERÐ

1. Byrjið á því að hita vatn í potti og fáið upp suðu.
2. Skerið kartöflurnar og blómkálið í jafna bita.
3. Sjóðið kartöflurnar í nokkrar mínútur og bætið svo blómkálinu í pottinn. Látið sjóða í nokkrar mínútur í viðbót til að mýkja bæði kartöflurnar og blómkálið en ekki fullelda það.
4. Fínskerið laukinn og steikið á vægum hita með hágæða olíu.
5. Bætið tómat passata, vatni, þurrum kryddum og hvítlauk út í. Blandið vel saman.
6. Bætið frostum grænum baunum ásamt blómkálinu og kartöflunum.
7. Setjið lok á pottinn og látið malla á vægri suðu í u.þ.b. 15 mínútur. Hrærið reglulega og fylgist með kartöflunum og blómkálinu.
Ef grænmetið er ekki orðið fulleldað og ykkur finnst lítill vökvi í botninum er gott að bæta örlítið af vatni út í og elda aðeins lengur.
8. Berið fram með ferskri myntu, kóríander og sýrðum jurtarjóma, hreinni jógúrt eða indverskri raita sósu.
Njótið ótrúlega vel!


Ég kaupi íslenskar og/eða lífrænar afurðir eftir bestu getu og hvet ykkur til að gera það sama. Þessir valkostir eru betri fyrir jörðina okkar og líkamann.