hnetusmjörspottréttur með gúrku & mangosalsa


B00A4615-D0BB-490F-B0E5-719C94ACA744-F3723305-2E20-4392-9E32-4BC327530C05.jpg

Þessi pottréttur er ótrúlega einfaldur og fær að malla í pottinum með lítilli fyrirhöfn. Hnetusmjör, sætar kartöflur og blómkál ásamt gúrku og mangosalsa mynda gott jafnvægi og ferska máltíð. Enn betra með villtum hrísgrjónum og muldum salthnetum fyrir smá kröns.

UPPSKRIFT / fyrir 3-4

1 dós kókosmjólk
1 400gr dós aduki baunir*
1 bolli villt hrísgrjón
400gr sætar kartöflur
200gr blómkál
1 lítil rauð paprika
200gr / 1 bolli ferskir tómatar
1/2 laukur
1/2 bolli vatn
2 msk hnetusmjör
1 tsk curry
1/2 tsk oregano
1/2 tsk thyme
1/2 tsk chili
S&P

gúrku & mangosalsa
1/2 íslensk gúrka
1/2 mango
1/2 lime
kóríander eftir smekk
muldar salthnetur

*Aduki baunir fást víða, til dæmis lífrænar í dós frá Biona.


AÐFERÐ

  1. Byrjið á því að setja vatn í pott ásamt hrísgrjónum, sjóðið samkvæmt leiðbeiningum.
    Fínskerið laukinn og steikið á vægum hita þar til mjúkur og ilmandi.
    2. Skerið sætar kartöflur í litla bita ásamt tómötum, blómkáli og papriku.
    3. Bætið kryddum og tómötum við laukinn og blandið vel.
    4. Þegar tómatarnir eru orðnir mjúkir, bætið restinni af grænmetinu út í ásamt kókosmjólk og vatni.
    5. Fáið upp væga suðu og lokið fyrir. Látið sjóða í u.þ.b. 20 mínútur eða þar til grænmetið er orðið mjúkt og hrærið reglulega.
    6. Bætið aduki baunum út í og lækkið hitann. Látið malla í 10 mínútur í viðbót.
    7. Skerið gúrku og mango í litla bita og kreistið lime út á. Fínskerið kóríander og salthnetur eftir smekk og blandið út í.
    8. Þegar pottrétturinn hefur aðeins kólnað og allt grænmetið er orðið mjúkt ætti blandan að vera orðin aðeins þykkari.
    9. Berið fram með villtu hrísgrjónunum og fersku salsa.
    Njótið ótrúlega vel!


Ég nota íslenskar og/eða lífrænar afurðir eftir bestu getu og hvet ykkur til að gera það sama. Þessir valkostir eru betri fyrir jörðina okkar og líkamann.