indverskur pottréttur með brokkolí, blómkáli & baunum


39E66720-6593-4AB0-BAB3-83442C0FFB7A-4666ED14-DA9C-45D4-BFF9-C9CCAD662165.jpg

Indverskir pottréttir eru í miklu uppáhaldi, mér finnst þeir aldrei klikka og uppskriftin þarf ekki að vera fullkomin. Notið endilega grænmetið sem þið eigið til. Kryddblandan í þessum pottrétti er bragðmikil og ilmar af engifer, curry og garam masala. Að mínu mati hentar svona matur allan ársins hring ásamt fjölbreyttu meðlæti.

UPPSKRIFT / fyrir 4

1 laukur
1 msk ferskt engifer
6 hvítlauksrif
1 msk curry
1 tsk garam masala
1 dós kókosmjólk
1 bolli tómat passata eða hrein tómatsósa
1 bolli vatn
u.þ.b. 300gr kartöflur
u.þ.b. 300gr brokkolí
u.þ.b. 300gr blómkál
1 krukka / 300gr kjúklingabaunir
1 bolli grænar baunir
S&P eftir smekk

100gr ristaðar kasjúhnetur
rauðlaukur
kóríander og/eða mynta


AÐFERÐ

1. Fínskerið laukinn á miðlungs hita með örlítilli hágæða olíu þar til mjúkur og ilmandi.
2. Bætið curry og garam masala kryddum við laukinn. Pressið hvítlaukinn og fínskerið eða rífið engifer með rifjárni og bætið við.
3. Hrærið vel og bætið örlitlu vatni við blönduna ef hún byrjar að festast við botninn. Mér finnst það mun betra en að bæta við olíu. Látið malla í 2-3 mínútur.
4. Bætið kókosmjólk, vatni og tómat passata eða hreinni tómatsósu í pottinn.
5. Skerið brokkolí, blómkál og kartöflur í svipað stóra bita og bætið út í pottinn.
6. Fáið upp væga suðu og lokið pottinum. Látið malla í u.þ.b. 25 mínútur eða þar til bitarnir eru mjúkir í gegn. Hrærið reglulega.
7. Lækkið hitann og bætið grænu- og kjúklingabaununum við. Látið pottréttinn kólna á hellunni.
8. Berið fram með ristuðum kasjúhnetum, kóríander og/eða myntu og rauðlauk.
Njótið ótrúlega vel!


Indlandsskagi á heiðurinn af fjölmörgum kryddum sem við njótum þess að elda með, þar á meðal Garam masala eða heit krydd. Garam masala kryddblandan getur verið mismunandi en uppistaðan eru bragðmikil, heit krydd eins og negull, kardimommur, kanill, kúmenfræ og kóríanderfræ meðal annars. Kryddin eru oftast ristuð og svo möluð saman í blöndu sem er ótrúlega auðvelt að nota í fjölbreytta rétti sem tilheyra Suður Asíu.


Arna Engilbertsdóttir